Segja ákvörðun Stöðvar 2 ólýðræðislega

Forsetakosningar 2024 | 16. maí 2024

Segja ákvörðun Stöðvar 2 ólýðræðislega

Helga Þórisdóttir og Ástþór Magnússon forsetaframbjóðendur hafa lýst óánægju sinni með að fá ekki að taka þátt í kappræðum á Stöð 2 í kvöld.

Segja ákvörðun Stöðvar 2 ólýðræðislega

Forsetakosningar 2024 | 16. maí 2024

Ástþór Magnússon og Helga Þórisdóttir.
Ástþór Magnússon og Helga Þórisdóttir. Samsett mynd/Eggert/Árni Sæberg

Helga Þórisdóttir og Ástþór Magnússon forsetaframbjóðendur hafa lýst óánægju sinni með að fá ekki að taka þátt í kappræðum á Stöð 2 í kvöld.

Helga Þórisdóttir og Ástþór Magnússon forsetaframbjóðendur hafa lýst óánægju sinni með að fá ekki að taka þátt í kappræðum á Stöð 2 í kvöld.

„Okkur hefur verið tjáð að eingöngu frambjóðendur, sem eru efstir í skoðanakönnunum þessa viku, komist að í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Sú tilhögun er tæpast lýðræðisleg. Hún veldur mér vonbrigðum enda er okkur, sem komum minna kynnt til leiks, gert erfitt fyrir,” segir Helga í tilkynningu og bætir að hún haldi engu að síður ótrauð áfram með Ísland í hjarta, enda hafi hún fundið fyrir góðum meðbyr meðal landsmanna.

Hvetur fólk til að slökkva á sjónvarpinu 

Í tilkynningu sem Ástþór sendi frá sér í gærkvöldi hvetur hann fólk til að horfa ekki á kappræðurnar og segja þess í stað upp áskrift að Stöð 2.

„Minni fjölmiðla á lögbundið hlutverk og skilmála fyrir styrkjum sem margir þeirra hafa sótt í almannafé. Það er verið að brjóta þessar reglur þegar haldnar eru kappræður fyrir útvalda frambjóðendur á meðan öðrum er úthýst. Þannig er dagskráin á Stöð 2 á morgun sem skrumskælir lýðræðið með falskönnun sem þeir vissu úrslitin úr fyrir fram. Enn eitt dæmið um spunann með falsaðar og skoðanamyndandi kannanir,” segir Ástþór í tilkynningunni.

„Látum ekki gera okkur að kjánum og slökkvum á skjánum. Hringið í 512 5200, látið álit ykkar í ljós og segið upp Stöð 2 sem fékk á annað hundrað milljónir frá þjóðinni til styrktar lýðræðishlutverki fjölmiðla. Styrkurinn notaður til að skekkja lýðræðislega umræðu og hafa kjósendur að fíflum,” bætir hann við og hvetur fólk til að láta ekki „valdaklíkuna” spila með sig.

mbl.is