Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sem hér ræðir við flokksmenn Verkamannaflokksins, ...
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sem hér ræðir við flokksmenn Verkamannaflokksins, á í miklum erfiðleikum. Reuters

Breski Verkamannaflokkurinn, stjórnarflokkur Bretlands, beið afhroð í kosningum til Evrópuþingsins, sem fóru fram í síðustu viku samkvæmt kosningaspá BBC. Flokkurinn var í þriðja sæti í kosningunum með 16% atkvæða, á eftir Íhaldsflokknum, sem fékk 27% og Sjálfstæðisflokknum, sem fékk 17%.

Sjálfstæðisflokkurinn breski vill að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. 

Kosið var til Evrópuþingsins í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins og hefur kjörsókn í þessum kosningum aldrei verið minni eða rúm 43%. Sveifla hefur orðið til hægri í kosningunum og einnig hafa öfgaflokkar náð fótfestu, svo sem í Hollandi. Í Svíþjóð fékk Sjóræningjaflokkurinn, sem m.a. berst fyrir breytingum á lögum um höfundarrétt á netinu,   menn kjörna á Evrópuþingið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...