Réðst á fólk með sverði í Lundúnum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP/Justin Tallis

Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið karlmann á fertugsaldri sem réðst á vegfarendur og tvo lögregluþjóna vopnaður sverði skammt frá Hainault-neðanjarðarlestarstöðinni í austurhluta borgarinnar.

Hefur lestarstöðinni nú verið lokað. 

Lögreglan segir árásina alvarlega en telur hana þó ekki vera hryðjuverk. 

Sky news greinir frá.

Minnst fimm særðir

Í umfjöllun BBC segir að lögreglu hafi borist útkall eftir að bíl var ekið á hús í Hainault laust fyrir klukkan 7 í morgun að staðartíma.

Þá séu minnst fimm séu særðir, þar af tveir lögregluþjónar. Veittu viðbragðsaðilar þeim aðhlynningu á vettvangi. Nánari upplýsingar um líðan þeirra liggja ekki fyrir á þessari stundu.

Lögregla er með mikinn viðbúnað í Hainault-hverfinu. Búið er að loka fyrir umferð í nærliggjandi götum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert