Staðfestir að hann taki við Liverpool

Arne Slot verður knattspyrnustjóri Liverpool.
Arne Slot verður knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Maurice van Steen

Hollendingurinn Arne Slot verður næsti knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool. 

Hefur hann skrifar undir samning við Liverpool-liðið. Þetta staðfesti þjálfarinn í dag. 

Slot kveður Feyenoord eftir góðan árangur en hann hefur einnig stýrt Cambuur og AZ Alkmaar. 

Tekur hann við af goðsögninni Jürgen Klopp sem stýrir Liverpool í síðasta sinn gegn Wolves á Anfield á sunnudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert