Liðsmaður IS kom upp um sig

Sýrlenskir hermenn í átökum við samtökin um Íslamskt ríki.
Sýrlenskir hermenn í átökum við samtökin um Íslamskt ríki. AFP

Nýsjálenskur maður sem talinn er vera liðsmaður samtakanna um Íslamskt ríki kom upp um staðsetningu sína með tístum sínum á Twitter.

Mark Taylor, einnig þekktur sem Abu Abdul-Rahman, eyddi 45 tístum fyrr í vikunni eftir að hafa verið bent á að þau upplýstu raunverulega staðsetningu hans. Áður hafði sérfræðingum tekist að afmarka staðsetningu Taylors við eitt hús í sýrlenska bænum al-Taqbah.

Taylor komst í burtu frá Nýja-Sjálandi í maí 2012 þrátt fyrir að vera haldinn ferðatakmörkunum. Kom hann upp á yfrborðið í Sýrlandi í júní síðastliðnum. Á sama tíma sýndi hann myndir af brenndu vegabréfi sínu á facebook aðgangi sínum, sem hann sagði tákna að hann hyggði ekki á heimför.

Twitter aðgangur mannsins hefur verið bannaður að sögn breska dagblaðsins The Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert