Einfari sem vildi sjást á myndskeiðum

Jihadi John/Mohammed Emwazi er til umfjöllunar í flestum - ef …
Jihadi John/Mohammed Emwazi er til umfjöllunar í flestum - ef ekki öllum bresku blöðunum um helgina. AFP

Skæruliðinn Jihadi-John er einfari og hélt sig frá öðrum, segir fyrrverandi liðsmaður Ríkis íslams sem kynntist böðlinum í Sýrlandi. Í viðtali við BBC segir hann að Jihadi-John (Mohammed Emwazi) vilji, ólíkt öðrum Bretum sem starfa með Ríki íslams, koma fram á myndskeiðum frá samtökunum.

BBC ræddi við fyrrverandi liðsmann Ríkis íslams,  Abu Ayman, sem kynntist Mohammed Emwazi þegar hann kom fyrst til Sýrlands fyrir tveimur árum. Ayman flúði frá Ríki íslams og fer huldu höfði og er þetta ekki hans rétta nafn.

Emwazi fæddist í Kúveit árið 1988 en flutti til Bretlands árið 1994 og er með breskan ríkisborgararétt. 

Abu Ayman segir að þegar þeir hafi kynnst í Sýrlandi fyrir tveimur árum hafi þeir verið ósköp venjulegir vígamenn að berjast gegn einræðisstjórninni í Sýrlandi. Fjölmargir útlendir vígamenn, margir Bretar, komu saman í bæ sem nefnist Atmeh í norðurhluta Sýrlanda. Þar ráku þeir íbúa á brott úr húsum sínum og bjuggu við ágætan kost. Hann segir að Bretarnir hafi haldið hópinn en Emwazi haft lítil samskipti við þá.

Abu Ayman heimsótti húsið þar sem Bretarnir héldu sig nokkrum sinnum. Hann segir að Mohammed Emwazi hafi virkað skrýtinn. „Hann var svo kaldur. Hann talaði lítið og vildi ekki taka þátt í bænum með okkur. Hann bað einungis með vinum sínum ... hinir Bretarnir báðu með okkur en hann var skrýtinn,“ segir Ayman í viðtali við BBC en breskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um Jihadi-John um helgina og rætt við fjölmarga sem hafa kynnst honum á lífsleiðinni.

Mohammed Emwazi lauk námi í tölvunarfræði frá Westminster-háskólanum árið 2009 og í ágúst það sama ár ferðaðist hann til Tansaníu ásamt tveimur vinum í safaríferð. Honum var synjað um að fá að fara inn í stærstu borg landsins, Dar es Salaam, og sendur með flugi til Amsterdam. Eftir yfirheyrslur þar snýr hann aftur til Dover.

Í september 2009 fer hann til Kúveit þar sem hann dvelur hjá föðurfjölskyldunni. Emwazi kom til Bretlands aftur í júlí 2010 og ætlaði að stoppa í stuttan tíma en gat ekki snúið aftur til Kúveit þar sem honum var synjað um vegabréfsáritun. Árið 2012 stóðst hann Celta-prófið og fékk því leyfi til þess að kenna ensku. Árið 2013 skipti hann um nafn og reyndi að fara til Kúveit en var stöðvaður. Lætur sig hverfa og foreldrar hans tilkynna hvarf hans. Lögregla kemst á snoðir um hvar hann er fjórum mánuðum síðar er til hans sést í Sýrlandi.

Þar sést „Ji­hadi-John“ af­höfða Haines en auk þess hafa birst fleiri mynd­skeið þar sem böðull­inn sést af­höfða fleiri vest­ræna gísla. Í gær birtu fjöl­miðlar upp­lýs­ing­ar um hver böðull­inn væri en breska lög­regl­an hef­ur ekki viljað staðfesta það og vís­ar að sögn BBC til rann­sókn­ar sem standi nú yfir.

Emwazi birt­ist fyrst á mynd­skeiði frá Ríki íslams í ág­úst þar sem hann sést af­höfða banda­ríska blaðamann­inn James Foley.

Jafn­framt er talið víst að hann hafi einnig tekið að sér hlut­verk böðuls­ins við af­tök­ur breska hjálp­ar­starfsmannsins Dav­ids Haines, banda­ríska blaðamanns­ins Stevens Sotloffs, breska leigu­bíl­stjór­ans Alans Henn­ings og banda­ríska hjálp­ar­starfs­manns­ins Abd­ul-Rahm­ans Kassigs, sem einnig er þekkt­ur und­ir nafn­inu Peter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert