Fjölskyldan í áfalli

Íbúar í San Bernardino hafa minnst þeirra sem féllu og …
Íbúar í San Bernardino hafa minnst þeirra sem féllu og særðust í árásinni sl. miðvikudag. AFP

Fjölskyldur hjónanna Syed Rizwan Farook og Tashfeen Malik eru í áfalli vegna fjöldamorðanna sem voru framin í borginni San Bernardino í Kaliforníu í vikunni. Þetta segja lögmenn ættingjanna.

Þeir segja að fjölskyldan hafi ekki getað ímyndað sér að Farook og eiginkona hans gætu framið slík voðaverk. Alls létust 14 og 21 særðist í árásinni sem átti sér stað sl. miðvikudag.

Þá hvetja lögmennirnir fólk til að fara ekki að draga neinar ályktanir í kjölfar ummæla bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, um að verið væri að rannsaka ódæðið sem hryðjuverk, að því er segir á vef BBC. 

Hjónin Syed Farook og Tashfeen Malik.
Hjónin Syed Farook og Tashfeen Malik. AFP

Hjónin, Tashfeen Malik, sem var 27 ára, og Syed Rizwan Farook, sem var 28 ára, féllu samdægurs í skotbardaga við lögregluna.

Lögmennirnir segja að engar sannanir séu fyrir því að hjónin hafi verið öfgafólk. Þá séu engar sannanir fyrir því að þau hafi verið liðsmenn öfgasamtaka.

Systir Farook, Saira Khan, sagði í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS að hún hefði ekki getað ímyndað sér að bróðir hennar eða mágkona hefðu getað gert þetta. Hún segir að þau hafi verið hamingjusamlega gift og átt yndislega sex mánaða gamla dóttur. 

AFP

Farook eru sagður hafa verið félagslega einangraður og átt fáa vini. Ættingjar Malik segja að hún hafi verið ljúf og umhyggjusöm húsmóðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka