Í haldi vegna árásar í Tyrklandi

Thomas De Maiziere, til vinstri, og Efkan Ala, innanríkisráðherrar Þýskalands …
Thomas De Maiziere, til vinstri, og Efkan Ala, innanríkisráðherrar Þýskalands og Tyrklands á blaðamannafundinum í morgun. AFP

Ein manneskja er í haldi tyrkneskra yfirvalda vegna sjálfsmorðsárásarinnar í Istanbúl sem varð tíu manns að bana í gær.

„Ein manneskja var handtekin í aðgerðum okkar í gærkvöldi. Rannsóknin er í fullum gangi,“ sagði Efkan Ala, innanríkisráðherra Tyrklands, á blaðamannafundi.

Þjóðverjar voru ekki skotmarkið

Flestir þeirra sem dóu voru þýskir ferðamenn. Thomas d Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði á sama blaðamannafundi að ekkert bendi til þess að sjálfsmorðsárásinni hafi verið beint sérstaklega gegn Þjóðverjum.

Hann bætti við að engin ástæða væri fyrir Þjóðverja að hætta við ferðalög til Tyrklands vegna árásarinnar.

„Á þessu stigi rannsóknarinnar er ekkert sem bendir til þess að árásinni hafi verið beint gegn Þjóðverjum. Ég sé enga ástæðu til þess að hætta við ferðir til Tyrklands,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert