Morðið er árás á lýðræði Breta

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks landsins, fordæmdu í sameiningu morðið á breska þingmanninum Jo Cox. Lýstu þeir verknaðinum sem „árás á lýðræði”.

Cameron og Corbyn komu saman í kjördæmi Cox í Vestur-Jórvíkurskíri í dag. Corbyn sagði að þingið yrði kallað saman á mánudag vegna morðsins en Cox var skotin og stungin til bana fyrir utan bókasafn í gær eftir að hafa fundað með kjósendum í kjördæminu.

David Cameron og Jeremy Corbyn komu saman í dag vegna …
David Cameron og Jeremy Corbyn komu saman í dag vegna morðsins á breska þingmanninum Jo Cox í gær. AFP

Fimmtíu og tveggja ára karlmaður er í haldi lögreglu vegna árásarinnar og er hann sagður hafa hrópað „Bretland í fyrsta sæti“ (e. Put Britain first) áður en hann réðst til atlögu.

Gert var hlé á vegna ESB-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi sem fer fram 23. júní nk. vegna morðsins. Báðar fylkingar gáfu það út í gær í kjölfar árásarinnar.

Cobyn sagðist hafa óskað eftir því að þingið kæmi saman til að stjórnmálamenn gætu vottað Cox virðingar sinnar fyrir hönd allra íbúa Breta sem telja lýðræði verðmætt.

„Jo var framúrskarandi, frábær, mjög hæfileikarík kona,” sagði Corbyn. „Í minningu hennar munum við ekki leyfa fólki sem dreifir hatri og eitri að þrífast í samfélagi okkar. Við munum styrkja lýðræði okkar og styrkja tjáningarfrelsi okkar.”

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert