30 taldir fastir í rústum eftir jarðskjálfta

Hér sést hrunin hótelbyggingin.
Hér sést hrunin hótelbyggingin. Mynd/Skjáskot af Twitter

Hótelbygging á austurströnd Taívans er mestu hrunin eftir öflugan jarðskjálfa að stærð 6,4 sem reið yfir svæðið fyrir skömmu. Yfirvöld í Taívans segja að annað hótel hafi einnig skemmst í skjálftanum. AFP-fréttstofan greinir frá.

Fjölmiðlar í Taívan hafa greint frá því að nokkrar byggingar í kringum Marshal-hótelið í Hualien hafi einnig hrunið og að minnsta kosti 30 manns séu fastir í rústunum, en þær tölur eru ekki staðfestar af yfirvöldum.

Skjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma, rétt fyrir fjögur að íslenskum tíma. Síðustu daga hefur fjöldi minni skjálfta fundist á svæðinu en skjálftinn í dag var sá stærsti í þeirri hrinu.



Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert