Lögregla leitar að tvífara Friends-leikara

Maðurinn þykir nauðalíkur David Schwimmer.
Maðurinn þykir nauðalíkur David Schwimmer. Ljósmynd/Lögreglan í Blackpool

Lögreglan í Blackpool leitar nú manns sem líkist bandaríska leikaranum David Schwimmer, sem fór með hlutverk Ross Gellers í Friends-þáttunum. Birti lögregla mynd úr eftirlitsmyndavél af manninum þar sem hann stendur með bjórkassa í höndunum.  Maðurinn þykir nauðalíkur Schwimmer og hafa tugir þúsunda aðdáenda sjónvarpsþáttanna tjáð sig um myndbirtinguna með vísunum í þættina.

Hefur lögregla nú séð ástæðu til að tilkynna að Schwimmer hafi ekki verið staddur í Bretlandi þegar brotið var framið.

„Við þökkum öll þessi skjótu svör, en við höfum rannsakað málið ítarlega og getum staðfest að David Schwimmer var staddur í Bandaríkjunum þennan tiltekna dag,“ skrifaði lögregla.

Aðdáendur Friends-þáttanna hafa verið duglegir að tjá sig.

„Látið greyið vera. Hann ólst upp með Monicu. Ef hann borðaði ekki hratt þá fékk hann ekkert að borða,“ skrifaði Louise Lewis á Twitter. „Ég held að þetta hafi ekki verið dagur þessa gaurs, vika, mánuður eða jafnvel ár,“ skrifaði Nick Croston og Olly Byrne hélt áfram í sömu lund: „Ég er hissa á að þið hafið ekki fundið hann ...það er eins og hann sé alltaf fastur í öðrum gír.“

Jafnvel skoskir kollegar lögreglunnar í Blackpool sáu ástæðu til að tjá sig um málið er þeir deildu færslunni, að því er BBC greinir frá. Vöruðu þeir þar almenning við að nálgast manninn. „Það er vitað að hann hefur æft karate og hefur náð fullri færni á „unagi“ sem væri ástand fullkominnar árvekni.

Friends-leikarinn David Schwimmer var ekki staddur í Bretlandi þegar brotið …
Friends-leikarinn David Schwimmer var ekki staddur í Bretlandi þegar brotið var framið. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert