Sex létust í troðningi

Sex eru látnir og tugir slasaðir, þar af tólf alvarlega, eftir troðning sem myndaðist í næturklúbbi á Ítalíu. Atvikið átti sér stað í nágrenni borgarinnar Ancona í austurhluta landsins.

Í frétt BBC segir að því sé haldið fram að ofsahræðsla hafi gripið um sig er piparúða var beitt inni á staðnum sem er í bænum Corinaldo.

Í nótt fóru þar fram tónleikar rapparans Afera Ebbasta og um þúsund gestir voru á svæðinu. Ebbasta er vinsæll í heimalandi sínu og seljast plötur hans sérlega vel.

Atvikið átti sér stað um miðnætti. 

Margir þeirra sem slösuðust hlutu beinbrot í troðningnum. 

Lögreglan og sjúkraflutningamenn að störfum í nótt.
Lögreglan og sjúkraflutningamenn að störfum í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert