Óttast aðra flóðbylgju

Íbúar sem búa í nágrenni við Anak Krakatau eldfjallið í Indónesíu hafa verið varaðir við því að vera nálægt ströndinni þar sem óttast er önnur flóðbylgja geti farið yfir svæðið þar sem aukinn kraftur færðist í gosið í dag.

Flóðbylgja skall á strönd­um eyj­anna Súmötru og Jövu um klukk­an hálf tíu í gær­kvöldi að staðar­tíma. Staðfest er að 222 eru látn­ir og 843 eru slasaðir. Fjölda er saknað og lík­legt er að fjöldi lát­inna hækki.

Aska og reykur streymir frá eldfjallinu líkt og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan.

Forseti Indónesíu, Joko Widodo, hefur vottað íbúum samúð og biðlar til fólks að sýna þolinmæði. Fjöl­menn­ir hóp­ar leit­ar- og björg­un­ar­sveit leita fólks í rústunum en margir vegir eru ófærir og verið er að vinna að því að flytja vinnuvélar á svæðið til að hjálpa við leitarstörf.

Anak Krakatau, sem myndaðist árið 1927, hefur sýnt aukna virkni síðustu mánuði og hefur fólk verið beðið um að forðast að vera nálægt gíg fjallsins. Fjallið gýs yfirleitt stutt í senn og var gosið á föstudag einungis tveggja mínútna og tólf sekúndna langt. Flóðbylgjan sem kom í kjölfarið var ekki stór, en vegna óvenjulegra aðstæðna, olli hún miklum skaða. Jarðvísindamenn rannsaka orsökin, sem ekki eru endanlega kunn ennþá.

Leitarhópar leita að fólki eftir að flóðbylgja skall á eyjarnar …
Leitarhópar leita að fólki eftir að flóðbylgja skall á eyjarnar Súmötru og Jövu í Indónesíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert