Málið í höndum Breta ekki ESB

Hættan á glundroða í kringum útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hefur aldrei verið jafn mikill, segir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum við bresk stjórnvöld um Brexit. ESB geti ekki gengið lengra í að reyna að sannfæra þingmenn á breska þinginu um samningsdrögin og málið sé í höndum Breta.

Hann hefur vissar efasemdir um tilganginn með því að framlengja viðræðunum fram yfir 29. mars, daginn sem Bretar ganga út úr ESB. Klukkan 19 í dag verða greidd atkvæði um það á breska þinginu hvort stöðva eigi áform um útgöngu þann dag. Aðeins verða greidd atkvæði um dagsetninguna ekki hvort horfur séu á útgöngu án samnings síðar á árinu. 

Á meðan rætt er um framhaldið segir Barnier tímabært að Bretar taki afleiðingum gjörða sinna. 

Neðri deild breska þingsins hefur á ný sagt nei við samningnum og nú er það í höndum Breta að rata út úr þessari blindgötu. Líkurnar á samningslausri útgöngu hafa aldrei verið meiri en nú. Evrópusambandið hafi gengið eins langt og mögulegt er til þess að sannfæra þingmenn um ágæti samningsins, meðal annars varðandi landamæri Írlands. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert