Talið að allir um borð hafi látist

Wikipedia/Ronnie Macdonald

Flak einkaþotu, sem hvarf af ratsjám á sunnudagskvöldið á leið sinni frá borginni Las Vegas í Bandaríkjunum til borgarinnar Monterrey í Mexíkó, fannst í dag.

Fram kemur í frétt AFP að talið sé að allir 13 sem voru um borð í þotunni, sem var af gerðinni Bombardier Challenger 601, hafi látist. Samband slitnaði við þotuna yfir norðurhluta Mexíkó eftir að hún missti flughæð að sögn mexíkóskra yfirvalda.

Flakið fannst þegar flogið var yfir svæðið þar sem þotan hvarf af ratsjám. Enginn sást á lífi að sögn yfirvalda. Talið er að slæmt veður á svæðinu kunni að hafa valdið því að þotan brotlenti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert