Fimmtíu látnir í Nepal

Frá Katmandú, höfuðborg Nepals, á föstudag.
Frá Katmandú, höfuðborg Nepals, á föstudag. AFP

Flóð og aurskriður eftir fossandi regn hafa orðið að minnsta kosti fimmtíu manns að bana í Nepal síðan á fimmtudag. Tuga til viðbótar er saknað, segja yfirvöld í landinu.

Regntímabilið frá júní og fram í september kostar mörg líf og mikla eyðileggingu í Suður-Asíu á hverju ári. Á Indlandi hafa ellefu látist vegna rigninga undanfarinna daga í norðausturhluta landsins. Gista 20 þúsund manns í bráðabirgðabúðum í fylkinu Assam, sem hefur orðið illa úti.

Búist er við að vatnsmagn í ám Nepal verði aftur orðið eðlilegt á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert