Sakar Rússa um stríðsglæpi og hryðjuverk

Viðbraðsaðilar á vettvangi við ráðhúsið í Karkív í morgun.
Viðbraðsaðilar á vettvangi við ráðhúsið í Karkív í morgun. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að eldflaugaárás sem gerð var á ráhðhúsið í miðborg Karkív, næststærstu borgar Úkraínu, í morgun sé stríðsglæpur og hryðjuverk.

Þetta kom fram í ávarpi forsetans í morgun.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Hann segir Rússa nota árásir eins og þessa til að reyna að draga úr krafti Úkraínumanna.

„Árásir eins og þessi eru stríðsglæpir,“ segir forsetinn.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Kyiv In­depend­ent særðust að minnsta kosti sex í árás­inni, þar af eitt barn.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert