Bardaginn um Donbas einn sá grimmilegasti

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir í nýjasta ávarpi sínu að bardagans um Donbas-svæðið „verður örugglega minnst í hernaðarsögunni sem eins grimmilegasta bardaga í Evrópu og fyrir Evrópu“.

Hann segir að Úkraína hafi „engan annan valkost en að halda áfram“.

Biður um fleiri vopn 

Selenskí hefur beðið samherja sína frá Vesturlöndum um að flýta vopnasendingum til Úkraínu til að hjálpa til við að stemma stigu við „hryllilegu“ mannfalli, á sama tíma og Rússar sitja um borgina Severódónetsk í austurhluta Úkraínu.

Að sögn héraðsstjórans í Lúgansk, Sergí Gaídaí, hafa allar brýr sem liggja að Severódónetsk verið eyðilagðar. Ekki er lengur hægt að flytja almenna borgara eða hermenn út úr borginni eða fara þangað með neyðargögn.

Íbúar borgarinnar búa „við ótrúlega erfiðar aðstæður“, sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert