Vara við handtöku Khans

Imran Khan flytur ræðu fyrr í mánuðinum.
Imran Khan flytur ræðu fyrr í mánuðinum. AFP/Arif Ali

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Pakistan hafa varað stjórnvöld við því að þau munu fara yfir „rauða línu“ ef þau handtaka fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Imran Khan.

Hann var kærður fyrir brot á hryðjuverkalögum landsins eftir ummæli um dómsvaldið.

Stuðningsmenn Khan á fjöldafundi um helgina.
Stuðningsmenn Khan á fjöldafundi um helgina. AFP/Farooq Naeem

Eftir að vantrauststillaga á hendur honum var samþykkt á pakistanska þinginu í apríl var honum vikið úr embætti. Síðan þá hefur Khan haldið fjöldafundi víða um landið. Þar hefur hann hvatt stofnanir ríkisins, þar á meðal herinn, til að styðja ekki við bakið á samsteypustjórn landsins, undir forystu Shehbaz Sharif.

Mörg hundruð manns söfnuðust saman fyrir framan heimili Khans í morgun, að því er virðist til að koma í veg fyrir að lögreglan nái til hans og handtaki.

„Hvar sem þið eruð, farið til Bani Gala í dag og sýnið samstöðu með Imran Khan,“ tísti fyrrverandi upplýsingaráðherrann Fawad Chaudhry, og átti þar við heimili Khans.

„Imran Khan er okkar rauða lína.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert