Fyrsta konan sem verður forseti

Natasa Pirc Musar fagnar sigri.
Natasa Pirc Musar fagnar sigri. AFP/Jure Makovec

Slóvenar kusu í dag Natöshu Pirc Musar til að gegna embætti forseta landsins og verður hún fyrsta konan til að gegna embættinu. 

Hafði hún betur gegn Anze Logar sem er fyrrverandi utanríkisráðherra landsins. Musar fékk 54% atkvæða en Logar fékk rúm 46%. 

Pirc Musar er 54 ára og menntaður lögfræðingur en hún starfaði um tíma sem lögmaður. 

Slóvenía er sem kunnugt er hluti af gömlu Júgóslavíu og lýsti yfir sjálfstæði árið 1991. Ríkið er í fámennari kantinum með 2,1 milljón íbúa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert