Lögfræðingur Melaniu Trump gæti orðið forseti Slóveníu

Natasa Pirc Musar gæti orðið fyrst kvenna til að gegna …
Natasa Pirc Musar gæti orðið fyrst kvenna til að gegna embætti forseta í Slóveníu. AFP/Jure Makovec

Slóvenar greiða atkvæði í annarri umferð forsetakosninga í dag. Tveir eru í framboði en búist er við að mjótt verði á munum.

Valið stendur á milli Natasu Pirc Musar, sem studd er af ríkisstjórn landsins, og Anze Logar, fyrrverandi utanríkisráðherra. 

Gæti orðið fyrsti kvenforsetinn

Pirc Musar er lögfræðingur að mennt og hefur hún meðal annars unnið fyrir hina slóvensku Melaniu Trump, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Var hún ráðin til að gæta hagsmuna hennar og stöðva fyrirtæki sem reyndu að markaðssetja vörur með nafni Melaniu í forsetatíð eiginmanns hennar, Donalds Trumps.

Útgönguspár gera ráð fyrir því að Pirc Musar vinni kosninguna, þó tæplega. Skyldi hún sigra yrði hún fyrst slóvenskra kvenna til að gegna embætti forseta.

Anze Logar er fyrrverandi utanríkisráðherra.
Anze Logar er fyrrverandi utanríkisráðherra. AFP/Jure Makovec
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert