Lofthelgi lokað yfir Michigan-vatni

Ástæða lokunarinnar er grunur um að þar sé að finna …
Ástæða lokunarinnar er grunur um að þar sé að finna óþekktan hlut. AFP

Bandarísk yfirvöld lokuðu hluta af lofthelginni yfir Michigan-vatni í Bandaríkjunum í kvöld. Tilkynning þess efnis var send flugmönnum í gegnum NOTAM-kerfið.

Er þar tekið fram að lokunin sé vegna mögulegrar nýrrar ógnar við þjóðaröryggi. 

Nú hefur lofthelgin verið opnuð á ný og takmörkunum þar aflétt. 

Ástæða lokunarinnar var grunur um að þar væri að finna óþekktan hlut, á borð við þann sem skotinn var niður yfir Kanada í gær og innan lofthelgi Bandaríkjanna á föstudag.

Í nótt var lofthelgi lokað yfir Montana-ríki í Bandaríkjunum, af sömu ástæðu, en ekkert fannst.

Tvær herþotur bandaríska flughersins lögðu samstundis af stað til að kemba svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert