Loka nýju svæði vegna „loftvarnaaðgerða“

F-16 herþota Bandaríkjahers.
F-16 herþota Bandaríkjahers. AFP

Aftur hefur stóru svæði innan lofthelgi Kanada verið lokað vegna „loftvarnaaðgerða“.

Um er að ræða svæði yfir Huron-vatni í Ontario-fylki við landamæri Bandaríkjanna og Kanada, en hnitin eru gefin upp á vef bandarískra flugmálayfirvalda.

Skjáskot/Flightradar

Gögn á vefnum Flightradar hafa sýnt hvernig eldsneytisbirgðavél bandaríska flughersins er þar á flugi, en slíkar vélar eru notaðar til að fylla á eldsneytistanka orrustuþotna.

Yfirvöld sameiginlegra loftvarna Norður-Ameríku hafa tvisvar á undanförnum sólarhring gripið til lokana, fyrst yfir Montana-ríki í Bandaríkjunum og svo yfir Michigan-vatni. Var lokunin þá merkt sem hugsanleg ný ógn við þjóðaröryggi, en nú er hún merkt sem „loftvarnaaðgerðir“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert