Rannsaka eldsvoðann sem íkveikju

Slökkvilið bjargaði tug­um manna úr bygg­ing­unni en efsta hæðin var …
Slökkvilið bjargaði tug­um manna úr bygg­ing­unni en efsta hæðin var al­elda þegar slökkvilið mætti á vett­vang. AFP/Marty Melville

Lögreglan á Nýja-Sjálandi rannsakar eldsvoðann í far­fugla­heim­ili í Well­ingt­on, höfuðborg Nýja-Sjá­lands, sem íkveikju. Að minnsta kosti sex létust í eldsvoðanum. 

Eld­ur kviknaði í fjög­urra hæða far­fugla­heim­il­inu Loa­fers Lod­ge í miðborg Well­ingt­on aðfaranótt þriðjudags. 

Slökkvilið bjargaði tug­um manna úr bygg­ing­unni en efsta hæðin var al­elda þegar slökkvilið mætti á vett­vang.

Að minnsta kosti sex létust í eldsvoðanum.
Að minnsta kosti sex létust í eldsvoðanum. AFP/Marty Melville

Lík þeirra sex sem létust eru enn inn í byggingunni, þá er 20 manns enn saknað. 

„Ég get staðfest að við rannsökum málið sem íkveikju,“ sagði Dion Bennett lögreglustjóri við blaðamenn.  Þá sagði hann að málið væri rannsakað sem morð. 

Lögreglan er með lista yfir fólk sem hún vill ræða við, en enginn hefur verið handtekinn. 

Dion Bennett lögreglustjóri.
Dion Bennett lögreglustjóri. AFP/Marty Melville
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert