Segjast hafa fellt 140 á svæði Al-Shifa

Al-Shifa er stærsta sjúkrahúsið á Gasasvæðinu.
Al-Shifa er stærsta sjúkrahúsið á Gasasvæðinu. AFP

Yfir 140 vígamenn hafa verið felldir í fjögurra daga átökum sem hafa staðið yfir í og í kringum stærsta sjúkrahús Gasasvæðisins þar sem hernaðaraðgerð Ísraels stendur enn yfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hernum.

„Síðan aðgerðin hófst hafa yfir 140 hryðjuverkamenn verið felldir á svæði sjúkrahússins,” sagði herinn og átti þar við bardagana í og í kringum sjúkrahúsið Al-Shifa síðan á mánudaginn.

Ísra­els­her fór í sams kon­ar hernaðaraðgerð á Al-Shifa í nóv­em­ber síðastliðnum þar sem hann sagðist vera að elta uppi liðsmenn Hamas og voru ísra­elsk stjórn­völd harðlega gagn­rýnd víða um heim vegna hennar.

Tug­ir þúsunda Palestínu­manna á flótta hafa leitað skjóls í sjúkra­hús­inu og á svæðinu í kring, að sögn heil­brigðisráðuneyt­is Gasa­svæðis­ins sem Ham­as stjórn­ar.

Ísraelskur skriðdreki.
Ísraelskur skriðdreki. AFP/Jack Guez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert