Merki Mosfellsbæjar búið til úr tímaritum

Merki Mosfellsbæjar búið til úr tímaritum.
Merki Mosfellsbæjar búið til úr tímaritum. mbl.is/Ómar

Fimm ára stúlkur, Sabína Ósk og Unnur Elísa, virða fyrir sér listaverk í Kjarnanum í Mosfellsbæ. Nemendur 4.-6. bekkja Varmárskóla unnu listaverkið og það er hluti af þemaverkefni sem tengist heimabæ, náttúru og endurnýtingu.

Listaverkið er origami-pappírsbrot sem mynda bæjarmerki Mosfellsbæjar. Origami-pappírsbrot er forn japönsk alþýðulist sem byggist á því að búa til hluti eða dýr með því að brjóta pappír. Vinnan við verkið tók alls átján tíma og stóð í þrjá daga. Nemendurnir notuðu tímarit og brotin voru alls 5.000.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert