Borgin „dregur lappirnar“ að mati ÖBÍ

Öryrkjabandalag Íslands segir Reykjavíkurborg skýla sér á bak við „lagatæknilega …
Öryrkjabandalag Íslands segir Reykjavíkurborg skýla sér á bak við „lagatæknilega útúrsnúninga.“ mbl.is/Ófeigur

„Reykjavíkurborg dregur lappirnar í að fylgja skýrum fyrirmælum Hæstaréttar um sérstakar húsaleigubætur. Kallað er eftir því að borgin hætti lagatæknilegum útúrsnúningum.“ Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalags Íslands.

Ef borgin fer ekki að fylgja fyrirmælum Hæstaréttar verður höfðað nýtt dómsmál til að ná fram réttlæti fyrir umbjóðendur ÖBÍ. ÖBÍ hefur þrýst talsvert á málið frá því dómur féll fyrir einu og hálfu ári. Til að mynda sendi Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, bréf til borgarstjóra á dögunum þar sem segir að það geti seint talist réttlát niðurstaða að „borgarstjórn sem brýtur lög, hagnist á því á kostnað brotaþola sem í þessu tilfelli eru öryrkjar sem búa margir við afar slæm kjör“.

Hæstiréttur komst að því að borginni bæri að greiða sérstakar húsaleigubætur til leigjenda hjá Brynju hússjóði í Reykjavík eftir sömu reglum og giltu um aðra leigutaka. Borgin hafnaði öllum slíkum umsóknum í fjölmörg ár. Frá árinu 2009 hefur ÖBÍ gert athugasemdir við þessa afgreiðslu borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert