Þriðja útkallið á tæpum sólarhring

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa þrívegis verið kallaðar út síðasta sólarhring. …
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa þrívegis verið kallaðar út síðasta sólarhring. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á níunda tímanum í kvöld vegna ferðamanns sem var í vanda á Fimmvörðuhálsi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg fóru 30 manns á Fimmvörðuháls á bílum, vélsleðum og sexhjólum að leita að manninum.

Göngumaðurinn var örmagna en hélt kyrru fyrir við ákveðna stiku sem auðveldaði leitina talsvert. Maðurinn fannst á ellefta tímanum. Hann var orðinn kaldur og þreyttur en þurfti ekki á sérstakri aðglynningu að halda. Maðurinn fékk far með björgunarsveitarmönnum að Skógum þar sem leiðir skildu.

Þetta er í þriðja útkallið sem björgunarsveitir á Suðurlandi sinna á hálendinu síðasta sólarhringinn og annað á Fimmvörðuhálsi.

Síðdegis voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaður út vegna ferðamanns sem villtist á Syðra-Fjallabaki á milli Hvanngils og Emstra.

Þá hafði björgunarsveitarfólkið nýlokið útkalli vegna fólks sem óskaði eftir aðstoð á Fimmvörðuhálsi í nótt.

Snjókoma og strekkingur er á Fimmvörðuhálsi og nokkuð magn af nýföllnum snjó. Landsbjörg bendir á mikilvægi þess að fólk sem hugar að ferðalögum á hálendi landsins fylgist með veðurspá og kynni sér aðstæður, þó nokkuð er enn af snjó á hálendinu sem getur torveldað ferðalög.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert