Betri staða í leik- og grunnskólum

Leik- og grunnskólar landsins ættu að vera betur mannaðir en …
Leik- og grunnskólar landsins ættu að vera betur mannaðir en í fyrrahaust ef taka má mark á fjölda auglýstra staðna hjá sveitarfélögum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Færri stöður grunn- og leikskólakennara eru auglýstar til umsóknar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en á sama tíma í fyrra.

Kópavogur er eina sveitarfélagið sem auglýsir fleiri stöður til umsóknar en fyrir ári, að því er fram kemur í fréttaskýringu um stöðu grunnskólanna í Morgunblaðinu í dag.

Í heildina eru rúmlega 84 stöður leik- og grunnskólakennara auglýstar. Í Reykjavík er staðan talsvert betri en í fyrra ef mið er tekið af auglýstum stöðum á vef borgarinnar. Auglýstar eru stöður 12 grunnskólakennara og 22 stöður leikskólakennara. Í fyrra voru auglýst 44 stöðugildi leikskólakennara og 12 stöðugildi grunnskólakennara í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert