Kastljós misnotaði „gróflega viðtal“

Elín Björg Ragnarsdóttir.
Elín Björg Ragnarsdóttir.

„Þarna misnotaði Kastljós gróflega viðtal við mig, fleygði mér inn í harkalega samfélagsumræðu án þess að ég hefði hugmynd um það fyrr en skaðinn var skeður. Þurfti ég að auki að sæta því næstu vikur og mánuði að heyra glósur um að ég hefði beinlínis verið upphafsmaður að málinu.“

Þetta segir Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fiskframleiðenda, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Vísar hún í máli sínu til viðtals sem Kastljós RÚV tók við hana árið 2012, klippti úr samhengi og birti um tveimur mánuðum síðar í tengslum við umfjöllun þeirra um húsleit hjá Samherja.

„Í frétt í 200 mílum á mbl.is hinn 14. janúar sl. er viðtal við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, þar sem fjallað er um rannsóknir og málarekstur Seðlabankans á hendur Vinnslustöðinni og Samherja. Í lok fréttarinnar greinir hann einnig frá því að í lok nýliðins árs hafi hann fengið nýjar upplýsingar um ótrúleg vinnubrögð Ríkisútvarpsins í máli Samherja. Hann er þar trúlega að vísa til vitneskju sinnar um vinnubrögð RÚV í sérstökum Kastljósþætti að kvöldi þess dags er húsleit fór fram hjá Samherja.

Ég starfaði sem framkvæmdastjóri Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda framan af ári 2012. Þá í janúar fór Helgi Seljan, einn umsjónarmanna Kastljóss, fram á viðtal við mig þar sem hann væri að vinna Kastljósþátt um samkeppnislega mismunun í innlendri fiskvinnslu og nauðsyn aðskilnaðar veiða og vinnslu. Ég tók vel í erindi hans og tók hann um 40 mínútna langt viðtal við mig um málefnið. Var viðtalið tekið upp í RÚV við Efstaleiti. Þegar leið á viðtalið fjallaði ég einnig lítillega um möguleika fyrirtækja sem hefðu alla virðiskeðjuna á eigin hendi til að taka arð af auðlindinni út í erlendu fyrirtæki. Tók ég skýrt fram að slíkt fyrirkomulag væri löglegt og ef menn vildu breyta þessum leikreglum yrði að breyta löggjöfinni. Ég gagnrýndi því löggjöfina en ekki eitt einasta fyrirtæki sem nýtti sér þessa glufu, þrátt fyrir að Helgi Seljan hefði ítrekað reynt að fá mig til að nefna eitt eða fleiri af stóru útgerðarfyrirtækjunum.

Í lok viðtalsins segir Helgi að þessi þáttur verði sýndur í næstu eða þar næstu viku. Hvorki heyrði ég meira frá Helga né öðrum hjá RÚV og ekki var þátturinn sýndur og hefur aldrei verið sýndur. Ég taldi því fullvíst að hætt hefði verið við þáttinn.

Að kvöldi 27. mars 2012, um tveimur mánuðum síðar, settist ég fyrir framan sjónvarpið, líkt og fleiri landsmenn, til að fylgjast með sérstökum Kastljósþætti þar sem fjalla átti um Samherja og húsleit hjá fyrirtækinu. Mér brá verulega þegar ég horfði allt í einu á sjálfa mig á sjónvarpsskjánum. Valið brot úr þessu viðtali við mig hafði verið klippt inn í umfjöllunina og var þetta brot einnig sýnt í sjónvarpsfréttum kl. 22 sama kvöld. Í þessu viðtalsbroti er ég að lýsa því hvernig hægt væri að taka út arðinn af auðlindinni erlendis en búið að klippa út þar sem ég lýsi því að þetta sé í samræmi við lög og leikreglur sem settar eru af löggjafanum. Í inngangi og í því sem á eftir fór er hins vegar ómögulegt annað en að draga þá ályktun að ég hafi verið að lýsa meintu ólöglegu athæfi Samherja.

Ég var mjög slegin yfir þessum vinnubrögðum RÚV og tel það skýrt brot á siðareglum. Sendi ég því tölvupóst til Páls Magnússonar, fréttastofu RÚV og Kastljós daginn eftir, 28. mars, þar sem ég lýsti óánægju minni með misnotkun á viðtalinu og skrifaði m.a.:

„Í viðtalinu var á engan hátt rætt um sjófrystingu eða viðskipti með þær afurðir eins og látið var líta út fyrir í umfjöllun RÚV. Að klippa út valinn hluta úr viðtalinu þannig að liti út fyrir að ég væri að saka fyrirtæki um ólöglega hluti finnst mér ámælisverð vinnubrögð og RÚV til vansa.

Enginn af þessum aðilum sá ástæðu til að svara tölvupósti mínum. Aðrar leiðir til að reyna fá leiðréttingu voru einnig án árangurs. Enginn áhugi var fyrir því hjá RÚV að ræða þá staðreynd að trúnaður gagnvart mér sem viðmælanda var gróflega brotinn hvað þá að koma fram með afsökun eða leiðréttingu.

Í mars 2012, þegar þessi Kastljósþáttur fór í loftið, hafði ég hætt mínu fyrra starfi og hafið störf sem lögfræðingur þar sem ég ætlaði mér að nýta þekkingu mína úr sjávarútvegi og sérhæfa mig í lögfræðiaðstoð við útgerðir og vinnslur. Þessi umfjöllun hafði því alls ekki góð áhrif á mitt líf og lífsviðurværi. Ég átti því mikið undir því að fá þessa umfjöllun leiðrétta. Þarna misnotaði Kastjós gróflega viðtal við mig, fleygði mér inn í harkalega samfélagsumræðu án þess að ég hefði hugmynd um það fyrr en skaðinn var skeður. Þurfti ég að auki að sæta því næstu vikur og mánuði að heyra glósur um að ég hefði beinlínis verið upphafsmaður að málinu með því að koma á framfæri upplýsingum sem leiddu til rannsóknar á Samherja o.fl.

Ég hafði ýmsum öðrum hnöppum að hneppa en að standa í stappi við yfirmenn RÚV sem sýndu erindi mínu fullkomið tómlæti. Ég þurfti að komast af þar sem viðskiptavinir snéru við mér baki og finna mér önnur verkefni. Ég treysti því að með tímanum myndi fenna yfir þetta mál og það gleymast. Það er þó ljóst að svo verður seint og líklega verður þetta mál eitt að þeim sem verða skrifuð á spjöld sögunnar,“ skrifar Elín í grein sinni en hægt er að lesa hana í heild í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Appelsína úr Hveragerði

19:00 Daginn er farið vel að lengja, snjór er yfir öllu bæði í byggð og uppi á hálendinu og því er kominn fiðringur í fjallamenn. Til þess að koma sér í gírinn og fá tilfinningu fyrir tækjunum mættu margir á hina árlegu jeppasýningu Toyota sem haldin var í Garðabæ á laugardag. Meira »

Munu styðja samkomulag við vinnumarkað

18:39 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndi styðja breytingar á skattkerfinu líkt og verkalýðsfélögin hafa óskað eftir. Meira »

Veita 30 milljónir fyrir flóttafólk frá Venesúela

18:02 Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Er það til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í lok janúar. Meira »

Keyptu níu „svindl-bíla“ árið 2017

18:02 Rekstraraðilar bílaleigu sem keypti notaða bílaleigubíla af gerðinni Suzuki Jimny af bílaleigunni Procar árið 2017 voru undrandi og hálf slegnir er blaðamaður hafði samband og sagði þeim að átt hefði verið við kílómetramælana í a.m.k. níu bílum sem nú eru í eigu fyrirtækisins. Meira »

Þakkaði Karli Gauta góða yfirferð

17:22 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður utan þingflokka, gagnrýndi í fyrirspurn sinni til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafi verið fenginn til starfa í Reykjavík án þess að staða hans hafi verið auglýst, þar sem kveðið er á um að sýslumaður skuli vera í Eyjum. Meira »

Nektarmyndsendingar algengar í 10. bekk

17:00 Tæplega helmingur stúlkna í 10. bekk í grunnskóla hefur verið beðin um að senda einhverjum öðrum ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið. Í tilfelli drengja er hlutfallið 28%. Þá hafa 27% stúlkna í sama bekk sent slíkar myndir og 21% drengja. Meira »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »

Unnur Brá tekur á ný sæti á Alþingi

14:52 Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Ásmund Friðriksson, alþingismann flokksins. Unnur Brá starfar sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, skipuð af forsætisráðherra í fyrra, og var henni falið að sinna verkefnisstjórn við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meira »

Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg

14:42 Tvö snjóflóð féllu með stuttu millibili yfir þjóðveginn við Sauðanes milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar um hádegisbil.   Meira »

Stafrænt kynferðisofbeldi til umræðu

13:59 Nú klukkan 14:00 hefst fundur í Háskóla Reykjavíkur um stafrænt kynferðisofbeldi, en frumvarp sem tekur á slíku ofbeldi liggur nú fyrir Alþingi í annað skiptið. Verður meðal annars rætt um stöðuna á slíku ofbeldi, hvaða refsingar búa við slíkum brotum og þá vernd sem er til staðar. Meira »

Mikill meirihluti vill kvótakerfið áfram

13:49 Mikill meirihluti mjólkurframleiðenda vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu heldur halda í það. Samtals var það afstaða tæplega 90% af þeim 493 mjólkurframleiðendum sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Bændasamtakanna, en atkvæðagreiðslu um málið lauk nú á hádegi í dag. Meira »

„Aldrei heyrt um loðnu svo sunnarlega“

13:48 „Við fengum aflann í sex holum þannig að það gekk vel að veiða. Veiðisvæðið var um 300 mílur suður af Rockall en það er sunnan við mitt Írland. Við þurftum að sigla 790 mílur heim til að landa og það er andskoti langt,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með tæplega 2.300 tonn af kolmunna. Vel gekk að fylla skipið að hans sögn. Meira »

Ríkið leitar hugmynda um framtíðina

13:40 Framtíðarnefnd forsætisráðherra leitar nú að rökstuddum hugmyndum að sviðsmyndum í framtíðinni frá bæði almenningi og hagsmunaaðilum, en markmið nefndarinnar er að skapa grundvöll fyrir umræðu um þróun mikilvægra samfélagsmála til lengri tíma. Meira »

Skordýr fannst í maíspoppi

12:22 Samkaup hafa innkallað maíspopp frá framleiðandanum Coop, en skordýr fundust í slíkri vöru. Um er að ræða 500 g einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Meira »

Búast við hugmyndum stjórnvalda á morgun

12:02 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur veitt viðræðunefnd félagsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. Meira »

Svindlið nær allt til 2018

11:42 Gögn sem mbl.is hefur undir höndum og blaðamaður hefur borið saman við upplýsingar úr ökutækjaskrá Samgöngustofu, sýna að bílar frá Procar sem átt var við árið 2016 voru seldir alveg fram til áranna 2017 og 2018, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
Pallhýsi Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...