Kaldbakur fékk yfirhalningu á Akureyri

Búið er að mála Kaldbak EA sem og vinna að …
Búið er að mála Kaldbak EA sem og vinna að viðhaldi. Verkið var unnið í Slippnum á Akureyri og tók um fjórar vikur. Ljósmynd/Samherji

Kaldbakur EA er orðinn stórglæsilegur eftir að hafa fengið yfirhalningu. Var á dögunum lokið við að mála ísfisktogarann í Slippnum á Akureyri auk þess sem unnið var að viðhaldi. Alls tók verkefnið um fjórar vikur og stóðust allar tímaáætlanir, segir Sigurður Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá útgerðarsviði Samherja í færslu á vef útgerðarinnar.

Systurskipin Björg EA og Björgúlfur EA fengu álíka meðferð á síðasta ári.

„Skrokkur skipsins var málaður, einnig millidekk og lestarrými. Kaldbakur er sjö ára gamalt skip og þess vegna þótti skynsamlegt að ráðast í nokkrar endurbætur, svo sem upptekt á aðalvél og lagfæringar á stýrisbúnaði. Þessi systurskip hafa reynst afskaplega vel í alla staði en með tímanum þarf auðvitað að huga að fyrirbyggjandi endurbótum og þeim er nú lokið. Við getum hiklaust sagt að skipin séu í topp standi, þökk sé útgerð og áhöfnum skipanna,“ segir Sigurður.

Þá var skrúfan á Kaldbak máluð með hágæða botnmálningu, sem ætlað er að draga úr olíunotkun. Skrúfan á Björgu EA var einnig máluð fyrir nokkru síðan með sömu málningu.

„Yfirleitt eru skrúfur skipa ekki málaðar en tilraunir með það hafa verið gerðar á undanförnum árum. Málningin hindrar að gróður festist á skrúfunni, sem eykur viðnám hennar í sjónum og þar með olíunotkun. Það er vissulega erfitt að mæla árangurinn nákvæmlega en við höfum trú á að þessi hágæða málning komi til með að skila tilætluðum árangri,“ útskýrir Sigurður.

Það er ekki lítið verkefni að mála togara.
Það er ekki lítið verkefni að mála togara. Ljósmynd/Samherji
Skrúfan á Kaldbaki var máluð með sérstakri málningu til að …
Skrúfan á Kaldbaki var máluð með sérstakri málningu til að ná betri eldsneytisnýtingu. Ljósmynd/Samherji
KAldbakur var orðinn fallegur þegar togarinn yfirgaf Slippinn.
KAldbakur var orðinn fallegur þegar togarinn yfirgaf Slippinn. Ljósmynd/Samherji



mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 611,31 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 410,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 6.010 kg
Þorskur 546 kg
Langa 129 kg
Steinbítur 117 kg
Karfi 27 kg
Samtals 6.829 kg
21.1.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Ýsa 2.195 kg
Þorskur 1.039 kg
Steinbítur 944 kg
Samtals 4.178 kg
21.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.096 kg
Ýsa 2.208 kg
Langa 452 kg
Samtals 9.756 kg
21.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.116 kg
Ýsa 556 kg
Samtals 2.672 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 611,31 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 410,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 6.010 kg
Þorskur 546 kg
Langa 129 kg
Steinbítur 117 kg
Karfi 27 kg
Samtals 6.829 kg
21.1.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Ýsa 2.195 kg
Þorskur 1.039 kg
Steinbítur 944 kg
Samtals 4.178 kg
21.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.096 kg
Ýsa 2.208 kg
Langa 452 kg
Samtals 9.756 kg
21.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.116 kg
Ýsa 556 kg
Samtals 2.672 kg

Skoða allar landanir »