Gunnlaugur Snær Ólafsson

Gunnlaugur hefur starfað sem blaðamaður hjá mbl.is og Morgunblaðinu frá 2018. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt með áherslu á samskipti aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera, auk þess er hann með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum. Hann fjallar meðal annars um stjórnmál, alþjóðamál og vinnumarkaðsmál.

Yfirlit greina

Boða breytingar í skugga rekstrarhalla

15.8. Fundur stendur nú yfir þar sem stjórnendur Landspítalans kynna umfangsmiklar skipulagsbreytingar. Er fundurinn haldinn í skugga verulegs rekstrarhalla spítalans, en heimildir mbl.is herma að hálfsársuppgjör spítalans hafi sýnt, að að óbreyttu hafi stefnt í um fimm milljarða halla á árinu. Meira »

Skordýraeitrið í innfluttum matvælum

14.8. Notkun skordýraeitursins klórpyrifos er ekki heimil á Íslandi, en efnið finnst í matvælum sem flutt eru til landsins. Þetta staðfestir Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun í samtali við mbl.is. Meira »

Segir Guðlaug Þór skorta rök

13.8. „Mér finnst þetta sýna að ráðherrann skorti mikilvæg og efnisleg rök um það hvaða áhrif ACER-málið (orkupakkinn) mun hafa á Ísland,“ segir Kathrine Kleveland, leiðtogi Nei til EU í Noregi vegna ásakana Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um óeðlileg afskipti af umræðu á Íslandi. Meira »

Áhyggjur af jarðakaupum erlendra aðila

11.8. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af landakaupum erlendra aðila á opnum fundi þingflokksins með flokksmönnum í gær. Erlendir fjárfestar hefðu lýst áhuga á að reisa stóra vindmyllugarða á Íslandi. Meira »

Atkvæðagreiðslan ráðgefandi

11.8. „Við eigum ekki að hræðast það að kalla fram umræðu í flokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í gær spurður afstöðu hans til þess að láta flokksmenn kjósa um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Sigríður geti átt endurkomu

10.8. „Að sjálfsögðu getur hún átt endurkomu í ríkisstjórn,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður um stöðu Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í ljósi Landsréttarmálsins og dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Orkupakkinn takmarkað framsal

10.8. „Þetta stenst enga skoðun, það er enginn trúverðugleiki á bak við svona málflutning,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um málflutning Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann á opnum fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun. Meira »

„Hefði mátt vanda betur til verka“

9.8. „Þessi mál eru um margt ólík en segja má að í einhverjum tilvikum hefði mátt vanda betur til verka og að lánin hafi ekki verið verðlögð rétt miðað við áhættu, það er alveg klárt,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, um áhrif gjaldþrot stórra viðskiptavina bankans á hagnað bankans. Meira »

Gæti átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi

15.8. Íslendingurinn, sem í dag var yfirbugaður þegar hann reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefa í flugvél Wizz Air á leið frá Ungverjalandi til Íslands, gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi auk fjársektar fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum áhafnarinnar. Meira »

„Bendir til örvæntingar ráðherrans“

13.8. „Þetta bendir til örvæntingar íslenska utanríkisráðherrans. Við höfum átt í góðum samskiptum við vini okkar á Íslandi og verið boðið í heimsókn bæði af stjórnmálamönnum og öðrum,“ segir Sigbjørn Gjelsvik, þingmaður norska Miðflokksins, um ásakanir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Meira »

Um 300 Íslendingar á Gran Canaria

12.8. Um þrjú hundruð Íslendingar eru nú staddir á eyjunni Gran Canaria þar sem eru miklir gróðureldar, að því er mbl.is kemst næst. Þá eru um 200 til 250 staddir á eyjunni í ferðum á vegum Úrvals-Útsýnar og 40 til 50 í ferðum Vita. Meira »

Elín vonar að kettirnir hafi sloppið

11.8. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað þetta gæti verið taugatrekkjandi. Maður sér svona í sjónvarpinu öðru hvoru, en það er allt annað að lifa þetta,“ segir Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir, íbúi á Kanarí. Hún var ásamt eiginmanni sínum vakin klukkan tvö í nótt og gert að yfirgefa bústað hjónanna. Meira »

„Gerðum mistök og biðjumst afsökunar“

11.8. Nokkrir örðugleikar urðu þegar hleypt var inn á tónleika Eds Sheerans í gærkvöldi sem skapaði tafir. Barst aðstandendum tónleikanna fjöldi kvartana og hafa nokkrir tónleikagestir sem mbl.is hefur rætt við fullyrt að hætt hafi verið að leita í bakpokum og töskum gesta til þess að flýta röðinni. Meira »

Bíða 13 klukkutíma eftir Sheeran

10.8. Vinkonurnar Sjöfn Hulda Jónsdóttir og Hugrún Ósk Birgisdóttir úr Þingeyjarsýslu voru fyrstar í morgun við hliðið vegna tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli í kvöld en þær mættu klukkan átta í morgun. Tónleikarnir byrja ekki fyrr en kl. sex í kvöld og Sheeran sjálfur mætir ekki á svið fyrr en níu. Meira »

Vegagerðarinnar að sanna eignarhald

9.8. „Vegagerðin hefur ekki sýnt fram á það að þeir eigi veginn og geti ráðstafað honum með þessum hætti miðað við þau gögn sem liggja frammi,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeiganda á Seljanesi í Árneshreppi, um vegagerð í landi Seljaness vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Meira »

Áhrifin á Ísland líklega vægari

8.8. Hvorki er tekið tillit til bráðabrigðaviðskiptasamnings Íslands og Bretlands eða væntanlegum framtíðarsamningi landanna í skýrslu Bertelsmann Stiftung um efnahagsáhrif Brexit. Þetta staðfestir einn höfunda skýrslunnar, Dr. Dominic Ponattu, í samtali við mbl.is. Meira »