Rajputana sem varð fyrir þýsku tundurskeyti fundið

HMS Rajputana var útbúin til að verja skipalestir bandamanna á …
HMS Rajputana var útbúin til að verja skipalestir bandamanna á stríðárunum en skipið var sökkt um 80 mílur vestur af Snæfellsnesi 1941.

Óvænt hefur verið upplýst að flak vopnaða kaupskipsins HMS Rajputana er að finna á öðrum stað en talið var. Skipið fórst vestur af Snæfellsnesi 14. apríl 1941 eftir að hafa orðið fyrir tundurskeyti þýska kafbátsins U-108.

Árni Friðriksson, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar hefur undanfarið sinnt kortlagningu hafsbotnsins með fjölgeislamælingum. Í tengslum við kortlagninguna var siglt yfir opinbera staðsetningu Rajputana, en þar sáust engin ummerki um skipið.

Fram kemur í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar að þegar hafsbotninn um 80 sjómílur vestur af Snæfellsnesi á 64° 57'N, 27° 19'V var mældur sást hins vegar á 400 metra dýpi skipsskrokkur sem er 155 metra að lengd og 20 metra breiður. Stefnið rís um þrettán metra frá hafsbotninum og „virðist snúa í vestur á ystu brún plógfar ísaldarjökuls, 330 metra breytt og 12 metra djúpt. Skutur skipsins virðist vera grafinn undir set og er skipið því líklega lengra en gögnin sýna. Umhverfis flakið má sjá smá hóla og hæðir sem gæti verið leifar af skipinu sjálfu.“

Nákvæm staðsetning HMS Rajputana fannst með fjölgeislamælinngu sem framkvæmd var …
Nákvæm staðsetning HMS Rajputana fannst með fjölgeislamælinngu sem framkvæmd var til að kortleggja hafsbotninn umhverfis Ísland. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Frá Bermúda og Halífax til Bretlands

Smíði Rajputana var lokið 6. ágúst 1925 og flutti skipið bæði farþega og varning. Rajputana, sem ber sama nafn og hérað á Indlandi þegar það var undir breskri stjórn, sinnti siglingum milli Bretlands og Indlands. Sigldu meðal annars Arabíu Lárens og Mahatma Gandí með skipinu.

Í desember 1939 var skipið tekið eignarnámi af breska flotanum og það búið sex tommu fallbyssum. Vegna átaka seinni heimsstyrjaldarinnar vantaði skip til verja verslunarskip í skipalestum sem fluttu nauðsynjar til Bretlands.

Sigldi Rajputana  með skipalestum frá Bermúda og Halífax til Bretlands að minnsta kosti þrettán sinnum áður en tundurskeyti þýska kafbátsins U-108, af gerðinni IXB undir stjórn Klaus Scholtz, hæfði skipið. Rajputana sökk um klukkustund síðar með 42 um borð en 283 skipverjar komust í björgunarbáta.

Murray William Knowles var um borð HMS Rajputana þegar skipið …
Murray William Knowles var um borð HMS Rajputana þegar skipið varð fyrir þýsku tundurskeyti. Hér er hann á HMSC Louisburg við innrásina í Normandí. Ljósmynd/Canadian Encyclopedia/Memory Project Archive

„Þarna ráku bátarnir á víð og dreif í 12 tíma eða aðeins lengur, meira og minna. Sem betur fer tókst loftskeytamanninum að koma skilaboðum til flotastjórnarinnar sem kom skilaboðum til Íslands,“ er haft eftir Murray William Knowles, sem var ungur undirforingi á Rajputana, á vef kanadíska alfræðiritsins.

Þeim sem tókst að komast í björgunarbáta var bjargað af breska tundurspillinum HMS Legion og pólska tundurspillinum ORP Piorun.

Alræmdur kafbátaforingi

Undir stjórn Scholtz tókst U-108 að sökkva 25 kaupskipum, þar af var Rajputana stærsta skipið í brúttótonnum talið en skipið var 16.568 brúttótonn. Skipið er jafnframt meðal þeirra stærstu skipa sem kafbátum Þjóðverja tókst að sökkva á stríðsárunum.

Scholtz var farsæll kafbátaforingi og tók við 12. káfbátadeild þýska flotans 1942 sem hafði aðsetur í Bordeaux í Frakklandi. Hann var gripinn af bandarískum hermönnum í Loire í september 1944 er hann var að reyna að flýja til Þýskalands.

Það liðu níu ár þar til Scholtz var tekinn til starfa sem hermaður á ný. Fyrst í sjódeild landamæravarða Vestur-Þýskalands árin 1953 til 1956 og svo sem yfirmaður herstöðva sjóhersins í Kiel, Cuxhaven og Wilhelmshaven. Hann settist í helgan stein 1966 og lést 1987.

Kafbáturinn U-108. Kafbátaforinginn Klaus Scholtz sést um borð með hvíta …
Kafbáturinn U-108. Kafbátaforinginn Klaus Scholtz sést um borð með hvíta skiptsjtórahúfu. Ljósmynd/U.S. Naval History and Heritage Command

Þekkt af togarasjómönnum

Í færslu Hafrannsóknastofnunar er haft eftir Kristjáni H. Kristinssyni, skipstjóra á Árna Friðrikssyni, að íslenskir togarasjómenn hafi vitað af flakinu um nokkurt skeið og uppgötvað það fyrst í kringum 1991 eða 1992. Svæðið sé þekkt karfaslóð og í gegnum tíðina hafa togarar á karfaveiðum fest veiðarfæri sín í flakinu.

Frá stríðsárunum var talið að Rajputana hafi sokkið á 64° 50'N, 27° 25'V og byggði sú ályktun á leiðarreikning sem áætluð er á grundvelli stefnu og hraða skipsins.

Þá hafði Gunnar Birgisson kafari hafði samband við leiðangursfólk og kvaðst ekki í vafa um að þarna væri búið að staðsetja flak HMS Rajputana. Í færslunni segir að það megi með vissu fullyrða að skipsflakið sem fannst sé hinsti hvílustaður HMS Rajputana og þeirra áhafnameðlima sem ekki komust frá borði.

Talið er að systurskip HMS Rajputana, HMS Rawalpindi, sé að finna á sömu breiddargráðu austur af Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Ýsa 19.077 kg
Karfi 15.721 kg
Ufsi 12.448 kg
Þorskur 11.282 kg
Þykkvalúra 1.000 kg
Langa 748 kg
Skarkoli 663 kg
Steinbítur 508 kg
Skötuselur 38 kg
Samtals 61.485 kg
20.5.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Þorskur 80 kg
Samtals 80 kg
20.5.24 Bobby 1 ÍS 361 Sjóstöng
Þorskur 62 kg
Samtals 62 kg
19.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.748 kg
Samtals 2.748 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Ýsa 19.077 kg
Karfi 15.721 kg
Ufsi 12.448 kg
Þorskur 11.282 kg
Þykkvalúra 1.000 kg
Langa 748 kg
Skarkoli 663 kg
Steinbítur 508 kg
Skötuselur 38 kg
Samtals 61.485 kg
20.5.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Þorskur 80 kg
Samtals 80 kg
20.5.24 Bobby 1 ÍS 361 Sjóstöng
Þorskur 62 kg
Samtals 62 kg
19.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.748 kg
Samtals 2.748 kg

Skoða allar landanir »