Borgin greiðir Ástráði 3 milljónir

Ástráður Haraldsson.
Ástráður Haraldsson. mbl.is/Styrmir Kári

Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns.

Ástráður var meðal þeirra sem sóttu um starfið og taldi kærunefnd jafnréttismála hann hafa verið hæfari en Ebba Schram, sem skipuð var í embættið í ágúst á síðasta ári. Jafnréttislög voru brotin við ráðningu Ebbu. Ástráður og Ebba, sem einnig er hæstaréttarlögmaður, sóttu bæði um starfið og taldi Ástráður brotið á sér vegna kynferðis síns þegar Ebba var ráðin og staðfesti kærunefndin það í fyrra. Í samkomulagi Reykjavíkurborgar og Ástráðs kemur fram að borgin skuli greiða honum þrjár milljónir eigi síðar en 21. janúar nk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert