Fannst látin

mbl.is

Kona sem lögreglan lýsti eftir í gærkvöldi fannst látin rétt fyrir hádegi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Eins og fram hefur komið voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða við leitina. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð í tilkynningunni. 

mbl.is