Fjórtán skipverjar Valdimars GK með veiruna

Valdimar GK.
Valdimar GK. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Allir fjórtán skipverjar línubátsins Valdimars GK hafa greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar, í samtali við mbl.is.

Jóhann segir skipverjana hafa farið í sýnatöku í dag og að útgerðin sem gerir út Valdimar GK hafi verið í samstarfi við sóttvarnalækni og almannavarnir vegna málsins. 

Viljinn greinir frá því að grunur um smit hafi fyrst komið upp á fimmtudag þegar báturinn var að veiðum út af Suðurlandi. Haft var samband við sóttvarnalækni og viðbragðsáætlun fiskiskipa vegna faraldursins virkjuð. Í kjölfarið var haldið til lands og áhöfnin fór í sýnatöku hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrr í dag. Skipverjarnir eru allir komnir í einangrun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert