Niðurstöður í næstu viku

Hafís hamlaði loðnuleit á svæði úti af Vestfjörðum.
Hafís hamlaði loðnuleit á svæði úti af Vestfjörðum.

Reiknað var með að loðnuleit og -mælingum fjögurra veiðiskipa í samvinnu við Hafrannsóknastofnun lyki í gærkvöldi. Niðurstöður mælinganna eru væntanlegar í næstu viku.

Spurður hvort líkur hafi aukist á því að gefinn verði út upphafskvóti til loðnuveiða í byrjun nýs árs sagði Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri, í gær að hann hefði ekkert um það að segja á þessari stundu.

Bæði kynþroska og eins árs loðna sást úti fyrir Norðurlandi og mest úti af Vestfjörðum og við Kolbeinseyjarhrygg. Birkir segir að meira hafi verið af kynþroska loðnu, sem væri hluti af veiðistofni, á austursvæðinu.

Hann segir í Morgunblaðinu í dag að tekist hafi að fara yfir allt svæðið sem fyrirhugað var að kanna, að undanskildu Grænlandssundi, en um 50 sjómílur úti af Vestfjörðum hafi hafís hamlað för.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert