130 kórónuveirusmit greindust innanlands

Heilbrigðisstarfsmaður að störfum við sýnatöku.
Heilbrigðisstarfsmaður að störfum við sýnatöku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Minnst 130 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær. 91 var utan sóttkvíar við greiningu. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. 32 voru á sjúkra­húsi í gær veikir af Covid-19, þar af átta á gjörgæslu.

14 daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 421,6. Nýgengið á landamærunum er nú 5,5.

43 óbólusettir greindust smitaðir í fyrradag

1.842 eru í sóttkví, 1.332 í einangrun og 920 í skimunarsóttkví.

Tæplega fjögur þúsund sýni voru tekin í gær og var hlutfall jákvæðra sýna 4,47%.

Eitt virkt smit greindist í landamæraskimun í gær.

Ekki hef­ur verið gefið út hversu marg­ir þeirra sem greind­ust í gær voru bólu­sett­ir. Þær töl­ur verða gefn­ar út fyr­ir klukk­an 16:00. 

Af þeim 119 sem greindust smitaðir á miðvikudag voru 74 bólusettir og 43 óbólusettir. Einn var hálfbólusettur og ekki liggja fyrir upplýsingar um bólusetningarstöðu eins smitaðs einstaklings.

Fréttin hefur verið uppfærð

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert