Mikið sóst eftir steinull að norðan

Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki.
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki. mbl.is/Björn Jóhann

Framleiðslugeta verksmiðju Steinullar hf. á Sauðárkróki gæti verið aukin, en hún hefur átt í erfiðleikum með að anna mikilli eftirspurn að undanförnu.

Stefán Logi Haraldsson framkvæmdastjóri segir að þó sé ekki ljóst hvernig það verði gert. „Hér er fyrir hendi mikilvæg þekking og meginhráefni eru á svæðinu. Samlegðaráhrifin verða væntanlega meiri með því að auka framleiðsluna þar sem menn hafa náð góðum tökum á tækninni,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið.

Bendir hann á að á tímum faraldursins virðist hafa verið uppsveifla í byggingariðnaði hér á landi, bæði í nýbyggingum og viðhaldsverkefnum.

„Töluvert virðist vera fram undan og margt sem bendir til að menn ætli að herða sig í byggingum á íbúðarhúsnæði og bæta í.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert