Bólusetningarhlutfall lækkar með aldri barna

Frá bólusetningu í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mun lægra hlutfall barna á aldrinum fimm til ellefu ára hafa verið bólusett við Covid-19-sjúkdómnum samanborið við börn og unglinga á aldrinum 12 til 17 ára. Fer hlutfallið ört lækkandi eftir því sem börnin eru yngri.

Samkvæmt upplýsingum í svörum embættis landlæknis við fyrirspurn Morgunblaðsins hefur 91% þeirra sem fæddir eru árið 2005 fengið tvo eða fleiri skammta af bóluefni gegn sjúkdómnum. Til samanburðar hafa um 24% barna fædd árið 2016 fengið tvo eða fleiri skammta. Þá hefur einungis 1% barna fengið tvo eða fleiri skammta sem fædd eru árið 2017 en tekið skal fram að einungis hluta af þeim árgangi stóð það til boða, eða þeim sem hafa náð fimm ára aldri.

Þess skal getið að bólusetningar ungmenna á aldrinum 12 til 17 ára voru heimilaðar fyrr hér á landi og hófust þær á síðasta ári. Börn á aldrinum 5 til 11 ára gátu ekki fengið bólusetningu fyrr en í ársbyrjun.

Þá var smittíðni í samfélaginu jafnframt mun hærri og því fleiri börn sem höfðu fengið sjúkdóminn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert