Myndskeið: Stóðu fyrir Bjarna og kölluðu rasista

Félagar í Eflingu við Ráðherrabústaðinn nú fyrir hádegi.
Félagar í Eflingu við Ráðherrabústaðinn nú fyrir hádegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gulklæddir Eflingarfélagar stóðu fyrri mótmælum fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í dag. 

Sjá má á meðfylgjandi myndskeiði að Eflingarliðar púuðu á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, stóðu fyrir bíl hans, heimtuðu samtal og kölluðu hann kynþáttahatara.

Eflingarliðar fyrir utan Ráðherrabústaðinn.
Eflingarliðar fyrir utan Ráðherrabústaðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þá má sjá að lögreglan ræddi við mótmælendur.

Fram kemur á vef Eflingar að um friðsamleg mótmæli starfsmanna Íslandshótela sé að ræða þar sem syngja ætti og halda skiltum á lofti og halda ræður. 

Þá segir að hópurinn muni sinna verkfallsvörslu í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð, að sögn sjónarvotta, Eflingarliðum inn í Ráðherrabústaðinn og þáði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, boðið.

Fréttin verður uppfærð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert