„Við vinnum með aleigu fólks og vöndum vel til verka“

Árni Helgason og Víðir Arnar Kristjánsson, eigendur Domusnova.
Árni Helgason og Víðir Arnar Kristjánsson, eigendur Domusnova. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fasteignasalan Domusnova er ein stærsta fateignasala landsins. Síðastliðinn áratug hefur fasteignasalan farið í gegnum ýmsar sveiflur. Í dag stendur starfsemin vel og starfa um 30 fasteignasalar og lögfræðingar við söluna sem starfrækt er á þremur stöðum um landið; Reykjavík, Akranesi og Selfossi. 

Eigendur Domusnova, þeir Víðir Arnar Kristjánsson og Árni Helgason, segja framtíð fasteignamarkaðarins óútreiknanlega en báðir segjast þeir spenntir fyrir þeim verkefnum sem bíða fasteignasölunnar í náinni framtíð.

„Lifibrauð fasteignasala eru eignir til að selja. Við gætum þess að fylgja lögum og reglum í hvívetna og kappkostum að veita viðskiptavinum okkar faglega, góða og trausta þjónustu,“ segir Árni og bendir á að ríkar kröfur séu gerðar til fasteignasala sem starfa hjá Domusnova. Langflestir þeirra hafi lokið löggildingarprófi.

„Við störfum eftir handbók sem tekur mið af stöðluðum og faglegum vinnubrögðum fasteignasala til að forðast að upp komi mistök. Mistök í þessum bransa geta verið afdrifarík og því reynum við eftir fremsta megni að varast slíkt,“ segir Víðir og telur fasteignasala sem starfa hjá Domusnova mjög meðvitaða um það traust sem fólk í kaup- og söluhugleiðingum leggur í hendur þeirra.  

Hjá Domusnova starfa um 30 starfsmenn allt í allt en …
Hjá Domusnova starfa um 30 starfsmenn allt í allt en starfræktar eru þrjár fasteignasölur um landið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Traustið undirstaða velgengninnar

Ferli fasteignaviðskipta geta verið margslungin og reynst mörgum óskiljanleg. Torræðir textar og samningar gera fólki oftar en ekki erfitt fyrir en það er þá sem mest getur reynt á fasteignasalann að ná að útskýra ferlið fyrir fólki á mannamáli.

 „Við erum oftar en ekki að vinna með aleigu fólks. Við verðum að vanda vel til verka og tökum það hlutverk mjög alvarlega. Þetta eru stórar ákvarðanir fyrir fólk. Sumir fara einungis í gegnum svona ferli kannski tvisvar yfir ævina,“ segir Árni. 

„Við lítum á aðkomu okkar inn í söluferli sem ákveðinn gæðastimpil því fólk ber augljóslega traust til okkar,“ bætir Víðir við.

„Þegar fólk fer héðan út, búið að undirrita kaupsamning þá göngum við úr skugga um að það viti hvað það var að gera og að það sé ekkert sem komi til með að koma því að óvart. Það er okkar hlutverk,“ segir Árni og báðir sammælast þeir um að fagleg vinnubrögð sé það sem einkennir Domusnova enda gefur traustur kúnnahópurinn það bersýnilega í ljós. 

Þeir Árni og Víðir leggja upp úr góðum starfsanda á …
Þeir Árni og Víðir leggja upp úr góðum starfsanda á Domusnova. Það segja þér skila sér beint til viðskiptavina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrstu kaupendur hraktir af markaðnum

„Það er samdráttur í sölu núna og eftirspurnin minnkað töluvert,“ segir Víðir inntur eftir því hver staða fasteignamarkaðarins sé í dag. „Í fyrsta lagi hafa háir vextir mikil áhrif og einnig er búið að þrengja að fólki í greiðslumati og það hefur sérstaklega haft áhrif á kaupendur á fyrstu eign,“ segir hann jafnframt.

Árni tekur í sama streng og segir nánast enga fyrstu kaupendur á markaðnum eins og staðan er í dag. Fjármögnun reynist þeim mörgum hverjum ómöguleg. Það eitt og sér sé varhugavert fyrir markaðinn. 

„Þetta getur gert viðskiptavinum okkar mjög erfitt fyrir. Þú ert kannski að selja einbýlishús og sá sem kaupir það selur ódýrari eign og sá sem kaupir hana selur enn ódýrari eign og yfirleitt eru fyrstu kaupendur á ódýrustu eigninni en nú eru þeir nánast horfnir af markaðnum þannig keðjurnar eru farnar að slitna í mun meira mæli en áður eða þá að ferlið getur tekið lengri tíma fyrir allar sölurnar í keðjunni,“ segir Víðir.

Þrátt fyrir stöðuna á markaðnum lítur starfsfólk fasteignasölunnar björtum augum …
Þrátt fyrir stöðuna á markaðnum lítur starfsfólk fasteignasölunnar björtum augum á framtíðina í bransanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru reyndar til dæmi um að sá sem selur fyrstu eignina kaupir síðustu eignina í keðjunni sem er dæmigerð eign fyrir fyrstu kaupendur til þess eins að opna keðjuna svo þetta geti allt gengið upp,“ bætir Árni við og segir nýlegar reiknireglur og  breytingar á hámarks hlutfalli ráðstöfunarteknakaupenda valda hökti og hafi keðjuverkandi áhrif á fasteignamarkaðinn.

Háir vextir hamlandi

Á tímum heimsfaraldursins jókst sala á fasteignum umtalsvert, enda voru vextir í sögulegu lágmarki og almenningur ekki að eyða fjármunum í ferðalög í jafnmiklum mæli og áður. Nú er sagan önnur og óhætt að segja að markaðurinn hafi tekið dýfu.

„Það hefur verið mikill samdráttur í kaupsamningagerð sem hljóðar upp á 40-50%. Það er að hluta til vegna þess að fasteignir eru lengur að seljast nú en áður en það er ekki síður vegna breytinga á hlutfalli ráðstöfunartekna sem miðast núna við 35% hjá þeim sem hafa átt eign áður en 40% hjá þeim sem eru að kaupa eign í fyrsta skiptið. Hækkandi vextir valda hlutfallslega allt of mikilli byrði fyrir fólk,“ útskýrir Árni. „Venjulegt fólk getur ekki verið að greiða 300-400 þúsund krónur af fasteignalánum einu sinni í mánuði. Það þarf að breytast hið fyrsta.“

Lifibrauð fasteignasala eru eignir til að selja en mikil eftirspurn …
Lifibrauð fasteignasala eru eignir til að selja en mikil eftirspurn er eftir húsnæði um þessar mundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þótt þeir gagnrýni báðir ákvörðun Seðlabankans um hækkanir á stýrivöxtum undanfarin misseri horfa þeir þó björtum augum á framtíð fasteignamarkaðarins.

„Verðbólgan og vextirnir þurfa að lækka. Það er kraumandi eftirspurn eftir húsnæði,“ segir Víðir og telur aukna fólksfjölgun hér á landi skýra þá stöðu. Kaupendum fjölgar stöðugt á markaðnum en framboðið er of lítið þar sem ekki er nægilega mikið byggt. Við þurfum að geta annað eftirspurn,“ segir hann. 

Þeir Árni og Víðir segja einnig mikla ánauð á leigumarkaði. Það sé tilkomið vegna stöðunnar sem ríkir á markaðnum í heild. „Allt helst þetta í hendur. Leiguverð er orðið alltof hátt miðað við greiðslugetu og skortur á leiguhúsnæði blasir við okkur,“ segir Víðir. „Þrátt fyrir að nýbyggingar spretti upp hér allt í kringum okkur þá er fjölgun fólks það mikil að það er vöntun á húsnæði. Við bindum vonir við að það fari að birta til á markaðnum. Við hjá Domusnova erum reiðubúin að takast á við þau verkefni sem bíða okkar.“ 

Þeir Árni og Víðir binda vonir við að vextir fari …
Þeir Árni og Víðir binda vonir við að vextir fari að lækka í nánustu framtíð svo markaðurinn geti farið að rétta úr kútnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert