mbl | sjónvarp

„Luis Díaz var bestur“

ÍÞRÓTTIR  | 10. mars | 21:22 
Liverpool-goðsögnin Robbie Fowler var til viðtals í Vellinum á Símanum Sport eftir jafntefli Liverpool og Manchester City, 1:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.

Liverpool-goðsögnin Robbie Fowler var til viðtals í Vellinum á Símanum Sport eftir jafntefli Liverpool og Manchester City, 1:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. 

John Stones kom City yfir í fyrri hálfleik en Alexis Mac Allister jafnaði metin í þeim síðari. 

Spurður af Gylfa Einarssyni hvaða leikmenn í liði Liverpool hafi staðið sig best í leiknum nefndi Fowler Luis Díaz og Harvey Elliott. 

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.
Loading