mbl | sjónvarp

Þess vegna er ég fótboltamaður

ÍÞRÓTTIR  | 10. mars | 20:40 
Jarell Quansah, varnarmaður Liverpool, var til viðtals í Vellinum á Símanum Sport eftir jafntefli gegn Manchester City, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Anfield í Liverpool í dag.

Jarell Quansah, varnarmaður Liverpool, var til viðtals í Vellinum á Símanum Sport eftir jafntefli gegn Manchester City, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Anfield í Liverpool í dag. 

Quansah var óvænt í byrjunarliði Liverpool en Frakkinn Ibrahima Konaté meiddist í leik Liverpool og Sparta Prag á fimmtudaginn var. 

Er hægt að lýsa því hvernig er að spila fyrir framan alla þessa stuðningsmenn þegar Liverpool skorar?

„Brosið segir allt. Það er erfitt að lýsa því. Þess vegna vildi ég verða fótboltamaður, fyrir leiki eins og í dag. Ég bjóst ekki við því að það yrði svona snemma en ég er þakklátur stjóranum fyrir að hafa trú á mér,“ svaraði Quansah er Tómas Þór Þórðarson spurði. 

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.
Loading