mbl | sjónvarp

Verður sú besta með í úrslitakeppninni? (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 24. mars | 11:25 
Berglind Þorsteinsdóttir, leikmaður Fram, vildi ekki útiloka að Karen Knútsdóttir tæki þátt í úrslitakeppninni í handknattleik með Fram.

Berglind Þorsteinsdóttir, leikmaður Fram, vildi ekki útiloka að Karen Knútsdóttir tæki þátt í úrslitakeppninni í handknattleik með Fram. 

Karen hefur verið fjarverandi undanfarna eina og hálfa árið vegna barnseignar. Fyrir það var hún valinn besti leikmaðurinn í Íslandsmeistaraliði Framara vorið 2022. 

Berglind var ásamt Mörthu Hermannsdóttur, leikmanni KA/Þórs, til viðtals hjá Punktalínunni eftir sigur Fram á KA/Þór, 26:23, sem skilaði Fram öðru sætinu í deildarkeppninni og varð til þess að Akureyrarliðið féll niður um deild. 

Berglind varð spurð hvað Fram geti gert til þess að verða Íslandsmeistari af Ingvari Ákasyni, þáttastjórnanda. Martha skaut þá inní og spurði hvort Karen væri komin aftur. 

„Ég er eiginlega ekki alveg viss. Hún er eitthvað búin að vera æfa en ég held að hún spili ekkert á næstunni.“

Ekki fyrr en í mögulegri úrslitaviðureign?

„Mögulega, það kemur í ljós,“ bætti Berglind við. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr Íslandsmótinu í handknattleik í samvinnu við Símann sport. 

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.
Loading