mbl | sjónvarp

Vonbrigði á vigtinni í síðasta þætti

FÓLKIÐ  | 4. október | 19:19 
Þau voru heldur færri kílóin sem fuku af keppendum í Biggest Loser Ísland í síðustu viku heldur en í fyrsta þættinum. Þjálfararnir Evert og Gurrý voru allt annað en ánægð með árangurinn.

Þau voru heldur færri kílóin sem fuku af keppendum í Biggest Loser Ísland í síðustu viku heldur en í fyrsta þættinum. Samtals lækkaði heildarþyngd liðanna beggja, rauða liðsins og bláa liðsins, jafnmikið og þurfti því að leggja saman árangur tveggja neðstu keppendanna í hvoru liði til að skera úr um hvort liðið færi með sigur í þættinum.

„Miðað við magnið af svita sem er búið að fara í þessari viku, þá hef ég engar áhyggjur af okkar liði, og sérstaklega ekki mér,“ sagði Arna Vilhjálmsdóttir, keppandi í bláa liðinu, fyrir síðustu vigtun. Þjálfararnir Evert og Gurrý voru þó allt annað en ánægð með árangurinn en tölurnar á vigtinni lækkuðu ekki jafnmikið og bæði þau og keppendur hefðu vonað.

„Ég hélt að við myndum sjá hærri tölur, ég þarf greinilega aðeins að fara að skoða hvað ég er að gera með mínum hóp,“ segir Gurrý, en liðið hennar steig fyrst á vigtina. Hún andaði þó örlítið léttar þegar í ljós kom að tölurnar voru ekkert mikið betri hjá bláa liðinu hans Everts.

„Þau ættu að missa meira finnst mér, af því að við erum að gera nákvæmlega það sem þarf að gera til að missa kíló,“ segir Evert en liðið hans vann þó með naumindum í þessari atrennu. Þau Áki og Lóa höfnuðu fyrir neðan gulu línuna í rauða liðinu og þurfti liðið því að senda annað þeirra heim.

Næsti þátt­ur af Big­gest Loser Ísland fer í loftið klukk­an 20:00 í kvöld í op­inni dag­skrá í Sjón­varpi Sím­ans en nán­ar má lesa um kepp­end­ur hér.

Loading