Íslandsleikar Special Olympics í nútímafimleikum og skautaíþróttum fóru fram um helgina.
Leikarnir voru í umsjón íþróttafélagsins Aspar og til heiðurs stofnanda og fyrrverandi formanni félagsins, Ólafi Ólafssyni, sem lést fyrir skömmu og var skautamótið, sem fram fór í Egilshöllinni, kynnt sem Ollamót Aspar í minningu hans.
Þar voru bæði listhlaup á skautum og skautahlaup á dagskránni og tókst mjög vel til.
Þá fóru Íslandsleikar Special Olympics í körfubolta fram í Hafnarfirði, í umsjón Hauka á Ásvöllum þar sem keppt var í eldri og yngri flokkum. Enn fremur var keppt í keilu í síðustu viku í umsjón keiludeildar Aspar.
Um helgina fór einnig fram flokka- og bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi eins og áður hefur verið sagt frá.
Magnús Orri mætti á viðburði helgarinnar og tók þar meðfylgjandi myndskeið og myndirnar sem eru hér fyrir neðan.