mbl | sjónvarp

„Þetta er ekki flóknara en það“

ÍÞRÓTTIR  | 19. janúar | 18:43 
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik undirbýr sig nú fyrir mikilvægan landsleik gegn Frakklandi í milliriðli 1 á Evrópumótinu í Lanxess-höllinni í Köln á morgun.

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik undirbýr sig nú fyrir mikilvægan landsleik gegn Frakklandi í milliriðli 1 á Evrópumótinu í Lanxess-höllinni í Köln á morgun.

Þetta er annar leikur Íslands í milliriðlakeppninni en liðið þurfti að sætta sig við svekkjandi tap gegn Þýskalandi, 26:24, í Köln í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar.

„Maður leyfði sér að vera svekktur í gær og þetta var erfitt gærkvöld en það er nýr dagur í dag,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við mbl.is á liðshóteli íslenska liðsins í dag.

„Það er nýr dagur í dag og það þarf bara að halda áfram og gíra sig upp í næsta leik, þetta er ekki flóknara en það,“ sagði Ýmir meðal annars.

Loading