mbl | sjónvarp

„Auðvitað fer þetta í hausinn á sumum leikmönnum“

ÍÞRÓTTIR  | 3. apríl | 10:18 
„Við förum hrikalega illa með einhver 17 dauðafæri,“ sagði Tandri Már Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, í Punktalínunni eftir tap liðsins gegn HK í úrvalsdeildinni í handknattleik í Garðabænum í gær.

„Við förum hrikalega illa með einhver 17 dauðafæri,“ sagði Tandri Már Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, í Punktalínunni eftir tap liðsins gegn HK í úrvalsdeildinni í handknattleik í Garðabænum í gær.

Leiknum lauk með sex marka sigri HK, 34:28, en Tandri Már skoraði þrjú mörk fyrir sitt lið í Garðabænum í gær en Sigurjón Guðmundsson í marki HK átti stórleik og varði alls 19 skot í leiknum.

„Auðvitað fer það í hausinn á sumum leikmönnum sem eru búnir að láta éta frá sér einhver mörg skot í röð,“ sagði Tandri.

„Þá snýst þetta líka um það hvernig íþróttamaður þú ert og hvernig þú kemur til baka,“ sagði Tandri Már meðal annars en umræðan í heild sinni er í spilaranum hér fyrir ofan.

https://www.mbl.is/sport/handbolti/2024/04/02/hk_tryggdi_saetid_vikingur_og_selfoss_fallin/

Loading