mbl | sjónvarp

Aron: Hann er minn stærsti aðdáandi

ÍÞRÓTTIR  | 21. janúar | 19:10 
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handknattleik ræddu við mb.is á liðshóteli íslenska liðsins í Köln í dag.

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handknattleik ræddu við mb.is á liðshóteli íslenska liðsins í Köln í dag.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson ræddi um leikinn í gær, Viktor Gísli Hallgrímsson ræddi um tölvuleikinn FIFA og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var spurður út í frammistöðu liðsins til þessa á Evrópumótinu.

„Hann er minn stærsti aðdáandi og það er alltaf gott að tala við hann,“ sagði Aron þegar hann var spurður út í samskipti sín við fyrrverandi landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir leik Íslands og Frakklands í gær.

„Það er lítið annað að gera en að halda áfram en ég hef ekki fundið lausnir við því hingað til og árangurinn hefur verið eftir því,“ sagði Snorri Steinn þegar hann var spurður út í frammistöðu liðsins og af hverju liðið heildarframmistaðan í leikjum liðsins á mótinu hefði ekki verið betri.

 

Loading